tisa: Hvað er að gerast í heiminum í dag?

sunnudagur, janúar 21, 2007

Hvað er að gerast í heiminum í dag?

Spurningin sem ég spurði sjálfa mig í dag þegar ég kveikti á Exinu í morgun: Hvað er að gerast í heiminum í dag? Þið takið eftir að ég fjarlægði slatta af blótsyrðum úr setningunni.

Íslensk dægurlög.

Öll um þegar Sigurður fór á sjó og trallalæ og hopp og hí.

Hvað er að gerast?

Ég er klárlega ekki nógu andskotans kát manneskja til að hlusta á svona lagað. Nóg af tralli, hvar er þunglyndið?


Nei ég tek nú mín gelðitímabil, eins og í gær.... en það er nú allt önnur og óblogghæf saga.
BOMM BOMM BOMM

Kannski að maður fái núna nokkur símtöl frá æsispenntu fólki sem getur ekki beðið eftir að fá að heyra frá spennandi laugardagskvöldinu mínu.



Já kannski bara það.




Steri the Stripper er 18 ára í dag. Á morgun munu foreldrar hennar loksins henda henni út með góðri samvisku.

En það er allt í lagi hún giftir sig bara og kaupir hús. Hún má. Hún er 18.


Sterinn og ég fengum okkur afmælis-morgunmat á Prikinu (klukkan þrjú)

Nachos, Franskar, Bragðarefur og beint út á Nes. Þannig á þetta að vera.



Já til hamingju Esther mín.





En ég var annars að pæla í svona .com síðum, eftir að Maggi fékk sér þannig. Ég hugsaði með mér að það væri miklu flottara að vera tisa.com.

En andskotinn hafi það. Það er til. Hversu fokking lengi þarf ég að drattast með þetta bandstrik fyrir aftan Tisu?

Og það besta er að það er ekkert á þessari stolnu tisa.com, EKKERT!

Welcome og asnaleg úrgáfa af RÚV merkinu.


Takk Maggi, þú gerðir mig pirraða.




Nú er ég svo pirruð að ég get ekki meir.

Farin að láta pirrið bitna á fjölskyldunni.
They love it.



Tinna - Leti er lífsstíll

tisa at 23:41

0 comments